Með tímanum upplitast alltaf uppáhalds svörtu gallabuxurnar okkar. Ég hef ekki tölu yfir því hvað ég hef gefið margar buxur sem hafa upplitast. Margar af þeim voru í miklu uppáhaldi enda þæginlegar! Ég fór aðeins yfir fötin mín um daginn og fann nokkrar flíkur sem voru búnar að upplitast. Ég hefði lengi pælt í því að lita fötin því það er þannig séð ekkert að þeim. Það er mikið talað um núna að reyna endurnýta og hvað íslendingar henda mikið af fötum á ári þannig ég vildi prufa þetta.
Ég átti leið í Smáralindina og kíkti í föndurbúðina Panduro. Þar var til mikið úrval af fatarlitum.
Liturinn sem ég tók.
Aðferð
- Byrjið á því að þvo fötin á stuttu prógrammi.
- Blandið litnum einum og sér við 500 ml af vatni.
- Fyllið vaskinn/bala af 40° heitu vatni u.þ.b. 6 lítrar.
- Bætið 250 gr af grófu salti við og hrærið.
- Bætið síðan litnum við.
- Bætið fötunum við sem þið ætlið að lita (gott að vera í hönskum).
- Blandið öllu vel saman í u.þ.b. 10 min.
- Leyfið þessu að „malla“ í klukkutíma.
- Skolið vel eftir á.
- Setjið fötin í vélina á 30°.
- Hengið upp til þerris.
- Voila. Ég blandaði litnum strax við vatnið í vaskinum. Ég passaði mig að hræra vel. Vildi ekki vera flækja þetta 🙂
Nike peysan sem ég held mikið uppá var búin að upplitast svoldið mikið. Er eins og ný núna!

Var nánast hætt að nota þessar! Mun heldur betur halda áfram að nota þær 🙂
Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna. Maður sparar örlítinn pening á þessu og er í leiðinni að endurnýta hlutina sína. Það eru til nokkrar útgáfur af litum þannig það er um að gera prufa sig áfram. Liturinn kostaði 700kr og keypti ég síðan gróft salt í Bónus.
Mæli mikið með þessu ef þið viljið laga litinn á fötunum ykkar.
Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi.