Svona held ég ullarfötunum eins og nýjum

Mér finnst fátt betra en að eiga góð ullarföt á stelpurnar. Öll þekkjum við þegar ullarfötin eru glæný þá eru þau svo ótrúlega mjúk og viljum við flest halda þeim þannig. Ég gerði lengi þau mistök að fresta því að þvo fötin því ég vildi komast hjá því að missa alla mýkt úr þeim. Ég hélt lengi að öll mýktin á fötunum myndi fara og uppi sæti ég með frekar stammt og leiðinlegt efni. Í dag veit ég betur og eru öll ullarföt á mínu heimili þvegin reglulega. Þau koma betur út eftir þvott ef eitthvað er og langaði mig að deila með ykkur einu ódýru ráði til þess.

Ég hef það að vana mínum að þvo allar ullarflíkur á 0° sama hvað. Ég nota ullarsápuna frá Lopa og bæti ediki við. Edikið gerir kraftaverk og finnst mér synd að ég hafi ekki kynnst því fyrr. Edikið mýkir trefjana í ullinni og gerir hana mýkri og fallegri. Þannig lykilatriðið þegar kemur að því að þvo ullarföt er að nota edik.

Ullarsápan sem ég nota.

Ég mæli virkilega með þessari aðferð þar sem hún hefur reynst mér gríðarlega vel.

Hef þetta ekki lengra 💕

Þér gæti einnig líkað við