Við nýtum sunnudagana í að verja deginum saman sem fjölskylda.
Arndís byrjaði á því að sofa út til 7:30 sem var mjög vel þegið og síðan fór Freyr með hana fram og ég fékk að sofa aðeins lengur. Kaffibolli í rólegheitunum (svona eins og hægt er með einn lítinn orkubolta heima) og síðan fórum við í brunch á VOX. Fullkomin byrjun á deginum.
Arndís er algjört matargat og er farin að borða vel af fastri fæðu svo hún gat smakkað ýmislegt sem var í boði þarna.
Nýjasta nýtt hjá henni er að veifa og þegar mín var búin að borða þá þurfti hún að sjálfsögðu að heilsa öllum sem löbbuðu framhjá og spjalla við þau ♡
Njótið dagsins ♡
Instagram -> ingajons