Gleðilega páska ♡
Ég elska sunnudaga. Þá gerum við yfirleitt vel við okkur matarlega séð og þá sérstaklega brunch.
Ég hef ótrúlega gaman af því að útbúa brunch og bjóða heim í mat og finnst leitt að geta ekki gert það á þessum tímum, né að fara í heimsóknir eða á brunch staði.
En við njótum okkar bara við tvö og gerum gott úr þessu.
Smá Sunday mood í tilefni dagsins.
Eigið góða páska og ég vona að þið njótið ykkar. ♡
Inga ♡