Stelpa eða strákur?

Ég er gengin 21 viku og héldum við smá kynjaveislu í gær.

Ég hef alltaf haldið að við myndum eignast strák saman, við ákváðum meira að segja strákanafnið fyrir nokkrum árum síðan. En stuttu eftir að ég varð ófrísk fékk ég sterka tilfinningu um að þetta yrði stelpa og hélt maðurinn minn það líka. Svo ég var spennt að vita hvort þessi tilfinning var rétt hjá mér eða ekki.

Pantaði kynjaköku hjá 17 sortum, maðurinn minn fór með umslagið þangað beint eftir sónarinn svo ég myndi ekki freistast til þess að kíkja. Pöntuðum snickershnallþóru og lét ég skreyta hana bleika og bláa að utan ásamt skilti ofan á sem stóð ,,Stelpa eða strákur?“ Ásamt nokkrum bollakökum. Kakan var ótrúlega bragðgóð og falleg, ásamt bollakökunum. Mun klárlega panta hjá þeim aftur. Stoppaði síðan við í Partýbúðinni og greip með bleikar og bláar blöðrur.

Ásamt kynjakökunni vorum við með heitann brauðrétt og Silvíukökuna frá Svövu í Ljúfmeti og lekkerheit. Gríp oft í þessa köku, á alltaf allt til í hana, rosalega auðveld, fljótleg og góð.

Kíkti síðan við í NineKids og valdi þar sett fyrir bæði kynin. Þær fengu miðann, fóru afsíðis með bæði settin og settu fyrir mig annað settið í poka. Erum komin með örfáar flíkur sem eru frekar hlutlausar en mig langaði að kaupa smá sem yrði annaðhvort bleikt eða blátt sem við opnuðum saman eftir veisluna.

Freysdóttir

Það er sem sagt lítil stelpa á leiðinni í ágúst og erum við ótrúlega spennt fyrir nýja hlutverkinu sem bíður okkar. Okkur var auðvitað alveg sama hvort kynið þetta var svo lengi sem barnið er heilbrigt. En að vita kynið gerir þetta svo mun raunverulegra. ♡

Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi. 

Skoða einnig:
Draumurinn um barneignir
Lífið
Glasafrjóvgun og fyrsti þriðjungur

Instagram -> ingajons

Þér gæti einnig líkað við