Stefnumótadagur

Okkur Óla var boðið á tónleika með Nýdönsk og voru þeir haldnir síðastliðinn laugardag. Við fengum miðana í sumar og var því smá óvissa hvort þeir yrðu haldnir þegar að kæmi. Það rétt svo slapp allt saman og fórum við með góðra vina hópi og skemmtum okkur konunglega. Fyrst maður var að fara í svona skemmtilegheit ákváðum við að taka þetta alla leið og gera heilan dag úr þessu. Við bókuðum herbergi á Hótel Borg svo við þyrftum nú ekki að redda okkur í Hveragerði um kvöldið. Við byrjuðum þó daginn á Laundromat í hádeginu og fengum okkur að borða. Síðan var ferðinni heitið á Borgina þar sem við skelltum okkur í pottinn og gufu. Það kom svo ekki annað til greina en að leggja sig smá fyrir kvöldið og var það svo kærkomið!
Við fórum svo á Ský og fengum okkur fordrykk fyrir tónleikana. Eftir tónleikana áttum við pantað borð á Reykjavík Meat en nautalundin þar er tryllt góð.

Stelpurnar fóru í næturpössun til ömmu og afa á meðan og fengu algjört dekur. Það var svo gaman að komast út og skemmta sér smá, enda er það eitthvað sem maður hefur ekki gert mikið af undanfarna mánuði. Það var mikið líf í bænum og var það eiginlega bara pínu skrýtið, eitthvað sem maður þarf að venjast aftur.

Æðislegur dagur og svo nauðsynlegur!

 

xo
Guðrún Birna

Instagram –> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við