Spítalataskan fyrir barnið og foreldrana

Ég hef oft verið beðin um að deila með ykkur hvað við hjónin erum búin að ákveða að taka með okkur á spítalann þegar stóri dagurinn rennur upp. Ég er búin að skoða allskonar lista á netinu og svo fékk ég mörg góð ráð frá fylgjendum mínum á Instagram um hvað er gott að hafa með. Út frá þessu bjuggum við til lista sem okkur fannst henta best fyrir okkur en auðvitað er þetta mjög persónubundið hvað hver og einn vill hafa með sér.

Við skiptum þessu upp í tvær töskur, önnur er skiptitaska með öllu fyrir prinsessuna en hin er með hlutum fyrir okkur.

Spítalataskan fyrir barnið

Föt í minnstu 2 stærðum: þar sem okkur grunar að litla dúllan verði aðeins í stærri kantinum (eins og mamma sín) þá þorðum við ekki öðru en að taka bæði nýbura föt og föt í stærð 56.
Það sem við tókum með voru 2 náttgallar í hverri stærð, ein samfella í hvorri stærð, sokkar, sokkabuxur, buxur í stærð 56 og ein húfa.
Við vildum ekki vera að pakka of mikið af fötum því það er ekkert mál að skjótast heim og sækja ef okkur vantar meira eða ef við þurfum að vera lengur á spítalanum

Heimferðarsett: heimferðarsettið keyptum við í stærð 56 til öryggis. Þar er hvít samfella, buxur, peysa og sokkar sem við munum klæða hana í þegar við erum að fara heim

Taubleyjur, teppi og knúsu kanína. Ákváðum að taka með nóg af taubleyjum og þægilegt teppi fyrir hana. Svo langaði okkur að taka einn krúttlegan bangsa.

Aðrir hlutir: tókum með nóg af bleyjum í stærð 1 og bossakrem. Einnig ákváðum við að setja með spritt í sprey formi, zink sprey, feitt krem, Windi og hárbursta. Þetta eru allt frekar litlir hlutir sem tóku ekki mikið pláss þannig við leyfðum því að fljóta með þó við notum það ekki endilega.

Blautþurrkur: erum með hliðarhólf þar sem við geymum blautþurrkurnar

Spítalataskan fyrir okkur

Við erum ekki búin að pakka öllu í hana en það sem við erum ekki að nota dags daglega er komið ofan í töskuna. Rest setjum við í töskuna á leiðinni á spítalann

  • Shampoo, næring og handklæði
  • Makeup og makeup remover
  • Tannbursti og tannkrem
  • Hárbursti og teygja
  • Góð myndavél og hleðslutæki
  • Próteinbarir, nasl, tyggjó og Poweraid
  • Vatnsbrúsi
  • Hleðslutæki og fjöltengi
  • Kósý buxur (nokkrar fyrir mig til öryggis), þægilegir bolir, peysur og sokkar
  • Náttföt og sloppur
  • Nóg af þægilegum nærbuxum
  • Gjafa haldari
  • Inniskór og hlýir sokkar
  • Ipad og hleðslutæki
  • Stór dömubindi og netanærbuxur
  • Brjóstakrem (hægt að nota líka sem varasalva) og lekahlífar

Nú fer að styttast í að prinsessan komi í heiminn en settur dagur er 18 júli!
Ætla að halda áfram að sýna frá undirbúningnum, meðgöngunni og þegar litla prinsessan er komin í heiminn á Instagram, endilega kíkið þangað ef þið viljið fylgjast með <3

Þér gæti einnig líkað við