Spánarferð

Við fjölskyldan skelltum okkur í gott frí nú á dögunum. Við keyptum okkur flug hjá Vita ferðaskrifstofu eingöngu útaf því að þau voru með beint flug. Mæli mikið með sérstaklega ef þið eruð að ferðast með börn. Vita sendir manni allar helstu upplýsingar í tölvupósti sem ég kann að meta. Það minnkaði alveg töluvert stressið. Ég miklaði ferðalög svo mikið fyrir mér út af covid en þetta er ekkert mál. 👏🏼

Við gistum hjá tengdó og vorum við í þvílíku dekri allan tímann 🥰  Við vorum á mjög góðu svæði og fundum lítið sem ekkert fyrir covid. Einu reglurnar eru að vera með grímur eins og er víða.

Við áttum yndislegan tíma á Spáni og langaði að deila með ykkur nokkrum myndum úr ferðinni 💕

Yndisleg ferð og nutum við okkar í botn 🖤

Hef þetta ekki lengra 🖤

Þér gæti einnig líkað við