Nú er kominn sá tími árs þar sem sólin hækkar, loksins, á lofti og hlýnar í veðri. Mér finnst mjög mikilvægt að passa upp á að brenna sig ekki í sól, og nei bruni breytist ekki í lit. Því fór ég í smá rannsóknarverkefni að finna góða sólarvörn fyrir Hlyn Atlas.
Það er ekki ráðlagt að nota sólarvörn fyrir börn undir 6 mánaða aldri, nema í algjörri nauðsyn. Frekar á að halda þeim frá sólinni. Helsta ástæðan er sú að húðin er svo ný og enn að venjast heiminum og öllu áreitinu og gæti sólarvörn verið ertandi fyrir svona litla kroppa. Eftir 6 mánaða er í lagi að nota sólarvörn ætlaða börnum.
Það sem þarf að hafa í huga við val á sólarvörn fyrir börn eru nokkrir hlutir. Í fyrsta lagi að hún verji gegn UVA og UVB geislum sólarinnar. Það ætti yfirleitt að standa á pakningunum, stundum flokkað sem „broad spectrum“ sólarvörn. Gott er að forðast sólarvarnir sem innihalda oxybenzone og octisalate þar sem þetta eru efni sem draga sig inn í húðina og geta verið ertandi fyrir börn. Því er mælt með að nota „mineral“ sólarvörn fyrir börn, t.d. sem innihalda titanium dioxide og/eða zinc oxide. Því hærri SPF því betra og er oftast mælt með SPF 50 fyrir börn. Best er einnig að nota krem/mouse sólarvörn, aðallega til þess að ná að bera sólarvörnina best á. Sprey sólarvörn er frábær fyrir ör börn, en það þarf samt sem áður að passa að nudda hana inn í húðina til þess að hún virki. Síðast en ekki síðst er gott að eiga vatnshelda/vatnsfráhrindandi sólarvörn fyrir börn. Þau eru oft að leika sér með vatn, í sundi eða svitna og því er það betri kostur. Það þarf svo að fylgja leiðbeiningum á sólarvörninni hversu oft þarf að bera á til að fá sem mestu vörnina, en mikilvægt er að bera oftar en einu sinni yfir daginn.
Hér koma nokkrar sólarvarnir fyrir börn sem ég hef verið að skoða í að kaupa fyrir Hlyn Atlas, getið ýtt á myndirnar fyrir linka af þeim á íslenskum síðum:
La Roche-Posay Anthelios BABY Sunlotion SPF50+
- SPF 50 – bæði gegn UVA og UVB geislum
- Vatnsfráhrindandi (water resistant)
- Án ilmefna
- Engin paraben
- Prófuð undir eftirliti barnalækna
VICHY Capital Soleil Baby Anti-Sand Mist SPF50+
- Breið vörn gegn UVA og UVB geislum
- Vatnsfráhrindandi
- Hypoallergenic – góð fyrir ofnæmishúð
- Án ilmefna
- Þurr á húð, því ólíklegt að sandur og fleira „festist“ við húðina
- Þrátt fyrir að hún sé í sprey formi finnst mér eitthvað heillandi við þessa
Eucerin Sun Kids Lotion Sensitive SPF50
- SPF 50 – ver bæði gegn UVA og UVB geislum
- Vatnsfráhrindandi
- Án ilm- og litarefna
- Hentar vel börnum með viðkvæmahúð, t.d. exem
- Vatnsheld
Childs Farm 50spf sólarvörn
- SPF 50 – vörn gegn UVA og UVB geislum
- Vatnsfráhrindandi
- Án ilm- og litarefna
- Fyrir viðkvæma húð
- Cruelty free og vegan
Úrvalið er svo ótrúlega mikið, en þetta eru svona helstu vörurnar sem eru til hérna á Íslandi og ég gat fundið linka að. Ég sjálf endaði á því að kaupa Childs farm sólarvörnina, því við höfum notað krem frá þeim og Hlynur Atlas er með exem og vissi að hann þoldi þessar vörur. Einnig finnst mér frábært að þær séu cruelty free og vegan.
Takk fyrir lesninguna!