Snorkl í Silfru

Ég fór að snorkla í Silfru í byrjun sumars. Hafði prufað snorkl og köfun á Tenerife þar sem snorklið var ekkert sérstakt en köfunin, hins vegar, var mjög skemmtileg. Fullt af sjávardýrum neðst á botninum sem var ekki hægt að sjá í snorkli. En það er grunnt í Silfru og mjög tært svo þetta var ákveðin upplifun. Ég myndi allavega velja snorkl í Silfru framyfir snorkl á Tenerife og mun klárlega fara fljótlega aftur. 

Ótrúlega fallegt og tært.

Boðið upp á heitt kakó og kex eftir á.

Getið skoðað betur og bókað inn á DIVE.IS

Þessi færsla er hvorki kostuð né unnin í samstarfi

Inga

Þér gæti einnig líkað við