Ég var búin að vera í stanslausri leit af hinni fullkomnu sturtuhillu. Ég var búin að prufa margar sem duttu alltaf niður eða héldust misvel. Ég kom auga á þessa hillu þegar ég átti leið hjá í Tekk Company&Habitat og ákvað að prufa. Hillan er með gel sogskálum og eftir að þið setjið þær upp þá haggast þær ekkert. Þar sem ég fann aldrei góða hillu í sturtuna áður þá keypti ég aðeins eina til að byrja með. Ég endaði á því að kaupa aðra því ég var svo ángæð með þær 😊
Ég er svo ánægð með þær því þær haldast svo vel. Það er ekkert vesen að festa þær eða færa og þarf ekkert að bora. Mæli mikið með ef ykkur vantar hillur í sturtuna. Hillan fæst í Tekk Company & Habitat og hér inná vefverslun þeirra.
**Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi**