Sniðug öpp fyrir heimaæfingarnar

Mig langar til að segja ykkur frá þeim öppum sem ég er að nota við heimaæfingarnar mínar þessa dagana þar sem maður kemst ekkert í ræktina.

Wod Generator
Þetta app býr til fyrir þig æfingar. Þú byrjar á því að velja í appinu hvaða æfingatæki og tól þú hefur aðgang að. Þú getur svo einnig valið hvers konar æfingu þú vilt taka, eins og til dæmis hvort þú vilt taka AMRAP, EMOM, TABATA eða FOR TIME æfingu, en þú getur líka sleppt því að velja það og leyft bara appinu að ráða alfarið. Svo velur þú START í aðalvalmyndinni og þá kemur upp æfing fyrir þig. Þetta er ótrúlega skemmtilegt app að nota þegar manni vantar hugmyndir af æfingum. Sérstaklega þegar æfingabúnaðurinn er af skornum skammti, eins og núna þegar allir eru að æfa heima hjá sér, eða þegar maður fer til útlanda eða í sumarbústað til dæmis.

Smart Wod
Þetta app er mjög sniðugt ef þú ert með æfingu fyrir framan þig sem þú ert að fara að framkvæma en vantar að taka tímann. Þú getur valið um EMOM, AMRAP, TABATA eða TIME í þessu appi og innan allra þessara möguleika er fullt af fleiri möguleikum. Tabata timerinn getur maður notað í hvers konar interval æfingar sem er, til dæmis ef þú ætlar að gera æfingu í 20 mín, þar sem þú ætlar að vinna í eina mín og hvílda svo í 30 sek til skiptis, þá geturu stillt það þar inni. Eins ef þú vilt taka EMOM þar sem þú hefur þrjár mín til að gera ákveðnar æfingar og ætlar að gera það fimm sinnum. Það er bókstaflega hægt að setja upp timer fyrir allt í þessu appi.

Runkeeper
Þetta er appið sem ég nota þegar ég fer út að labba eða hlaupa til að mæla hversu langt og hratt ég fer. Það er hægt að nota þetta app líka fyrir hjól og fleira. Ég hef prófað nokkur hlaupa öpp og þetta er það sem mér finnst lang einfaldast og þægilegast í notkun. Maður velur bara hvaða activity maður er að fara að gera og svo ýtir maður á Start. Svo getur maður valið hvort það er rödd sem segir manni reglulega hversu langt maður er kominn og á hvaða hraða maður er og þess háttar, sem mér finnst mjög gott til að halda mér við efnið.

 

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við