Svefnherbergið okkar Óla er loksins að verða tilbúið. Ég vissi ekki alveg hvað mig langaði að hafa á veggnum á móti rúminu en hann var ansi tómur og leiðinlegur, aðeins eitt sjónvarp uppi í horninu og einn stóll. Ég var alveg búin að vera ofhugsa þetta og mikla þetta fyrir mér (keyptum húsið í apríl í fyrra… góðir hlutir gerast hægt). Um daginn þegar ég kíkti inn í Sostrene Grene sá ég þetta flotta borð og hugsaði að það yrði voða fínt í svefnherberginu. Ég nennti ekki að vera pæla í þessu lengur, keypti borðið, kassana tvo sem eru í neðri hillunni og kertastjakann. Gerviblómið og potturinn er eitthvað gamalt sem ég átti, keypti í Ikea fyrir mörgum árum. Spegilinn hafði ég einmitt keypt líka í Sostrene vikuna áður og fannst mér þetta passa svona vel saman.
Herbergið er mikið hlýlegra núna og erum við mjög ánægð með útkomuna. Þá á bara eftir að finna rúmgafl, ég er með sérstakan gafl í huga úr viði, þyrfti örugglega að sérsmíða hann.. sýni ykkur kannski frá því þegar ég fer í það.
Ég var mikið spurð útí þetta á snappinu mínu og ákvað því að deila þessu með ykkur hér. Vonandi hafið þið gaman af <3
xo
Guðrún Birna