Ég fékk svo ótrúlega góða skyrskál hjá Skúbb um daginn og verð að segja að þetta eru langbestu skyrskálarnar sem ég hef smakkað. En þar sem ég bý ekki nálægt Skúbb og á sjaldan þar leið hjá þá ákvað ég að prufa mig áfram með eina af mínum uppáhalds skálunum frá þeim. (Þangað til þau opna annan stað og færa sig nær Hafnarfirði).
Skálin sem ég apaði eftir var WOD skálin, en notaði það sem var til heima svo það eru örlitlar breytingar. Ég mældi ekkert heldur svo þetta er svona sirka það sem ég notaði.
Grunnur:
- Grísk jógúrt – ca. 3-4 matskeiðar
- Ananas bitar – frosnir
- Banani – frosinn
- Hnetusmjör – Kúfull matskeið
- Döðlur – 2-3 stk
- Hunang – 1 matskeið
Ofan á:
- Banani
- Bláber
- Granóla
- Hvítt súkkulaði prótein smjör
Ekki alveg eins góð og hjá Skúbb en nálægt því.