Ég var að uppgötva nýja netverslun um daginn. Þetta er sænskt fyrirtæki sem heitir FOOTWAY og er að selja endalaust mikið af skóm. Þau eru með öll helstu vörumerkin, eins og til dæmis Adidas, Nike, Converse, Duffy, Skechers, Reebok, Vans, Timberland, New Balance, Puma, Ecco, Vagabond, Calvin Klein, Tommy Hilfiger svo eitthvað sé nefnt. Vörumerkjalistinn á heimasíðunni er mjög langur.
Það sem er svo geggjað við þessa netverslun er að það er búið að setja inní verðið sendingarkostnað, toll og virðisaukaskatt, þannig að það verð sem þú sérð á síðunni er það verð sem þú borgar. Það koma ENGIN aukagjöld þegar þú sækir á pósthúsið! En samt sem áður eru skórnir mikið ódýrari en þú færð þá hér heima.
Ég pantaði mér ÞESSA skó. Það er ekki oft sem maður getur keypt sér Nike skó á 10.000 kr. Ég fann svo þessa nákvæmlega sömu týpu í íslenskri netverslun á 15.000 kr, svo ég sparaði mér þarna 5.000 kr. Þetta getur heldur betur munað ef maður er að kaupa skó fyrir heila fjölskyldu. Ég, mamma og dóttir mín keyptum okkur allar eitt par og spöruðum okkur þannig samanlagt 15.000 kr. Ekki slæmt.
Mig langaði bara til að deila þessari snilld með ykkur.
Takk fyrir að lesa