Skírnin hennar Ágústu Erlu

Alla meðgönguna hugsaði ég af og til hvernig ég vildi hafa skírnina hennar Ágústu minnar. Þannig að þegar hún var fædd og við Óli vorum að fara undirbúa þá tók það ekki langan tíma. Ég ætla að sýna ykkur aðeins hvernig veislan var.

Ég pantaði 70 manna ístertu frá Kjörís, konfekt ís með marispani, hún var ekkert smá góð. Það eina sem ég bakaði var möffins en ég gerði rósa munstur úr kreminu og skreytti þær með bleikum fiðrildum sem ég fékk í Allt í köku. Við fengum okkar nánustu til að hjálpa okkur með kökurnar. Við vorum með heitar brauðrúllur, marengs tertur, heitar súkkulaðikökur með rjóma, döðlu gott, heitan brauðrétt, flatkökur með hangikjöti og rice krispies tertur.
Ég keypti bleiku og hvítu rörin í Sostrene Grene og ljósbleikar servéttur með hvítum doppum keypti ég í Allt í köku. Ég keypti líka nokkrar blöðrur til að skreyta salinn með, föl bleikar og perlu hvítar í Allt í köku. Skírnarkertið fékk ég í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði.

Ágústa Erla fékk þennan flotta bíl í gjöf þegar hún fæddist en við merktum hann með nafninu hennar og höfðum hann í veislunni. Það vissi enginn nafnið hennar áður þannig að við límdum yfir nafnið á meðan skírnin fór fram. Bíllinn fæst í Petit. Við keyptum límmiðann með nafninu hennar í Ex-Merkt.

Við keyptum kók flöskur og merktum þær með nafninu hennar. Límmiðana keyptum við í Ex-Merkt. Ég gleymdi að taka mynd af flöskunum en við erum með þessa í stofunni hjá okkur.
Ágústa systir mín og systir hans Óla eru guðmæður hennar Ágústu Erlu. Hérna á myndinni fyrir ofan eru nöfnunar saman í skírninni.

Þegar kom að því að velja nafn á dömuna þá vorum við Óli mjög samtaka. Það tók okkur um tvær mínútur að ákveða nafn. En þegar stelpan okkar fæddist þá fannst okkur nafnið ekki passa við hana. Við ákváðum að breyta og það tók okkur um eina mínútu að ákveða nafnið á henni. Ágústa er í höfuðið á systur minni og Erla er í höfuðið á ömmu hans Óla. Ágústa systir var ekki að búast við þessu, hún hélt að við ætluðum að skíra útí loftið og var ekkert smá ánægð þegar hún heyrði nafnið. Hún fékk smá kusk í augun eins og svo margir í fjölskyldunni. Hitt nafnið var útí loftið og héldu allir að nýja nafnið væri það líka. Þetta var yndisleg stund.

Þér gæti einnig líkað við