Skírnargjafa hugmyndir

Mig langar að sýna ykkur nokkrar skírnargjafa hugmyndir. Það er auðvitað mjög klassískt að gefa ramma, myndaalbúm, krossa og skartgripi en hérna koma fleiri hugmyndir sem þið getið kannski nýtt ykkur.

1. Krúttlegur lampi – Hægt er að fá allskonar krúttlega lampa í ýmsum fígúrum og hlutum. Þessi lampi er frá Tulipop en vörurnar frá þeim eru ótrúlega fallegar og skemmtilegar. Tulipop er íslenskt merki og fást vörurnar til dæmis í Epal og Dúka. Einnig er hægt að fá fleiri lampa til dæmis á Minimo.is, Sirkusshop.is og Petit.is.

2. Sleep Sheep – Þessir bangsar eru æði. Þeir gefa frá sér róandi hljóð sem er mjög sniðugt fyrir lítil börn. Þeir eru til í nokkrum útgáfum en sem dæmi þá er hjartsláttar hljóð í einum bangsanum. Þeir fást í Húsgagnaheimilinu.

3. Stjörnumerkjaplatti – Ágústa Erla fékk stjörnumerkið sitt í skírnargjöf og erum við mjög ánægð með það, þetta er eitthvað sem hún á eftir að eiga alla ævi. Það er hægt að velja um nokkra liti og fást þeir á Mjolkurbuid.is.

4. Heilgalli – Fyrstu mánuðina vorum við alltaf með Ágústu Erlu í heilgöllum þegar við fórum út, við áttum flísgalla og ullargalla sem við skiptumst á að nota. Þessi galli eru svo hlýr og mjúkur en við keyptum hann um daginn fyrir leikskólann. Mæli hiklaust með honum! Hann fæst á Baldursbra.is.

5. Sængurföt – Falleg sængurföt, klikkar ekki. Þessi fást á Minimo.is

6. Næturljós – Í Húsgagnaheimilinu er hægt að fá nokkar gerðir af næturljósum en þegar maður kveikir á þeim kastast litlar stjörnur á veggina og loftið.

7. Barna dagbók – Mér finnst svona barnadagbækur svo sniðugar. Þessi er mjög vegleg og skemmtileg en hún fæst í Petit. Við eigum bók sem heitir Dagbók barnsins en við keyptum hana í bókabúð og er hægt að fá nokkrar gerðir þar líka.

8. Matarsett – Þetta fallega matarsett fæst á Minimo.is.

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við