Skipulagðu að hætti Marie Kondo

Það má segja að Marie Kondo sé meistari þegar kemur að skipulagi. Marie byrjaði ung að hafa mikin áhuga á skipulagi og þróaði hún sína aðferðir til að koma skipulagi á hlutina. Nú í dag er hún búin að gefa út fjórar bækur sem hafa slegið í gegn. Hún kennir fólki nýjar leiðir að skipulagi og hjálpar að viðhalda því til lengdar. Hún er með þætti núna á Netflix þar sem hún aðstoðar fólki að koma skipulagi á heimilið. Mér finnst hún algjör fyrirmynd og hef ég tekið uppá ýmsum aðferðum hjá henni.

 Vinsæla Kon Mari aðferðin sem hún vinnur mikið með. Skúffur nýtast betur og þú hefur betri yfirsýn yfir fötunum þínum 🙂

  „If it brings you joy keep it,, Hugtak sem hún fer eftir þegar hún er að fara yfir hlutina. Þetta áttu að hafa í huga þegar þú ferð yfir allt. Það er mikilvægt ef þú ætlar að byrja þetta ferli að byrja hægt. Gerðu alltaf smátt á dag og taktu eitt herbergi fyrir. Þetta á að vera  langhlaup heldur en spretthlaup.

Þegar þú ferð yfir hlutina þína til dæmis fataskápinn þá áttu að taka allt úr honum. Þá sérðu hvað þú átt mikið. Þetta vill hún að þú gerir við allt sem þú átt. Við höldum því sem lætur okkur líða vel og vekur upp góðar minningar.

Listi sem hjálpar okkur í þessu ferli 🙂

Marie er í miklu uppáhaldi þessa dagana hjá mér og vildi ég ólm kynna ykkur fyrir henni. Hún er virk á samfélagsmiðlum þannig ég mæli mikið með því að þið fylgist með henni þar.

Eigið góða helgi
Ykkar Sunna

Þér gæti einnig líkað við