Skipulag fyrir leikskólatöskuna og ferðalagið

Nú er komið að því að Hugrún Lea byrji í leikskóla. Mér finnst það mjög óraunverulegt því mér finnst svo stutt síðan hún fæddist! Hún byrjar í aðlögun á morgun og við erum mjög spennt fyrir því þar sem okkur finnst hún svo tilbúin í þetta skref.

Ég keypti leikskólatösku fyrir Hugrúnu Leu í Søstrene Grene þegar hún var ennþá í bumbunni en við systurnar rákumst á þessa fínu tösku þegar við vorum í Kringlu leiðangri. Hún hefur því beðið uppi í skáp í þó nokkra mánuði eftir að verða notuð. Hún er stór, mjög rúmgóð og ekki skemmir fyrir að hún er virkilega sæt (ég er því miður ekki viss um að hún sé ennþá til).

Þar sem það eru engin hólf í töskunni sáum við fram á að öll föt og dótið sem fylgir með í leikskólann færi út um allt. Mér var bent á þessar sniðugu skipulagspoka sem fást á Amazon sem við ákváðum að kaupa í leikskólatöskuna og til að nota þegar við erum að ferðast (linkur hér). Við fengum allskonar stærðir af skipulagspokum sem nýtast mjög vel í leikskólatöskuna eða ferðatöskuna. Það komu líka nokkrir pokar sem eru hugsaðir undir óhrein föt og ætla ég að láta þá fylgja með í töskunni. Við notuðum þessa poka í síðustu útilegu og það var virkilega þægilegt að hafa fötin öll á skipulögðum stað í töskunni. Þar var ég með útifötin í einum pokanum, nærföt í einum, hlý föt í öðrum, skó í skópokum og notaði svo óhreinataus pokana undir skítug föt.

Fyrir leikskólatöskuna setti ég öll útifötin í einn pokann (regngalla, ullargalla, thermo buxur, föðurland og jakka). Í annan pokann setti minni flíkur sem eiga það til að týnast (húfur, vettlinga, sokka, trefil og lambúshettu). Í þriðja pokann setti ég auka föt til skiptana (auka samfellur, buxur, sokkar og peysur).  Þar sem Hugrún er fyrsta barn eigum við eftir að fá betri reynslu á því hvað við munum hafa í töskunni en ég held þetta sé bara ágætis byrjun.

Þessi færsla var ekki kostuð

Annars er ég mjög dugleg að deila frá allskonar á Instagram, þið getið fylgst með mér þar ♡

Þér gæti einnig líkað við