Skipulag fyrir púslin

Ég hef pælt lengi í hvernig best væri að geyma púsl. Mér finnst púsl taka mjög mikið pláss. Við geymdum púslin alltaf ofan í skúffu og tók það alla skúffuna. Þvílík synd á góðu plássi því skúffur geta geymt svo mikið þar.

Ég keypti nokkra plastvasa í A4 sem auðvelt er að opna. Plastvasinn rúmar 3-4 púsl. Ótrúlega einfalt og tekur lítið pláss.

 

Svo raðar maður þessu í kassa þannig auðvelt er að sækjast í púslin. Klara elskar að púsla og gengur þetta system mjög vel.

Ég fæ reglulega spurningar útí kassana og keypti ég þá í H&M Home á 990 kr. Til í allskonar litum 😊

**Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi**

Þér gæti einnig líkað við