Skipulag fyrir leikskólafötin

Ég vildi henda í eina færslu með því hvernig ég geymi leikskólafötin hennar Klöru 😊 Ég hef fengið svo mörg skilaboð síðustu daga frá mæðrum og leikskólakennurum um hvað þetta væri sniðugt og eru að spyrjast mikið útí þetta þannig ég vildi deila því inná bloggið 😊

Ég sá aldrei almennilega hvað vantaði í fataboxið hennar Klöru nema með því að að róta í því. Fötin í boxinu voru stundum í einum hrærigraut og stundum eitthvað komið í boxið sem við áttum ekki. Mér datt þetta í hug og finnst mér ég halda miklu betur utan um ef eitthvað vantar 😊

 

Ég er ekki frá því að þetta sé líka þægilegra fyrir kennarana. Hef allavega fengið nokkur skilaboð frá þeim hvað þetta er mikil snilld 😊 Frá því að ég byrjaði á þessu hefur aldrei vantað í boxið, ekkert farið á flakk og við fengið föt sem við eigum ekki 👏🏼

Plastpokana fékk ég í A4 og nota ég þá mikið. Þeir eru til í mismunandi stærðum þar og held ég mikið uppá þá. Ég gerði einu sinni ferðamöppu með svona pokum, set færsluna hér. Hægt að nota þá í ýmislegt 😊

Miðana prentaði ég síðan út með Brother merkivélinni minni sem ég fjárfesti í fyrir svolitlu síðan 😊

**Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi**

Þér gæti einnig líkað við