Frystirinn hjá mér er búinn að sitja svolítið á hakanum þessa dagana. Ég er lengi búin að ætla fara yfir hann því að ástandið í honum var orðið verulega slæmt. Núna um daginn tók ég mig til og afþýddi hann og fór yfir allt. Þreif allar skúffur og henti þeim mat sem var kominn á tíma. Ástandið í honum núna er miklu skárra 👏🏼. Er svo fegin að vera búin að þessu 😅
Allar skúffur komnar út 👏🏼 Heldur betur slæmt ástand 😅
Allt annað að sjá þetta núna 👌🏻
Öll boxin fékk ég í Byko.
Næst á dagskrá er að fjárfesta í nokkrum Stasher pokum. Stasher eru fjölnota pokar sem hægt er að frysta matinn í og nota aftur og aftur! Ég hef verið að vinna með að frysta matinn í einnota pokum og er það ekki sérlega gott fyrir umhverfið 🙄 Ég kom auga á þessa og finnst mér þeir vera mesta snilldin. Ætla prufa fjárfesta í nokkrum og mun ég gefa ykkur update. Er ekki frá því að það muni fara betur með matinn og taka mun minna pláss👌🏻 Pokarnir eiga fást í Elko og víðar á netinu 😊
Ef þið eigið eftir að taka ykkar frysti í gegn þá er þessi færsla vonandi smá spark í rassinn 💪🏽 💪🏽 💪🏽
**Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi**