Skipulag fyrir baðherbergi

Mér finnst ávallt gott að hafa allt í röð og reglu inn á baði. Baðherbergi geta stundum verið lítil og finnst mér því mikilvægt að hafa gott skipulag þar. Snyrtivörur geta stundum safnast upp og taka mikið pláss þegar mikið er í umferð. Mér finnst það skipta máli að vera með fáar vörur í gangi til að viðhalda góðu skipulagi.

Ég hef verið dugleg að sýna frá skipulagi á mínum miðli og fengið góð viðbrögð. Ég deildi nú á dögunum skipulaginu inn á baðherbergi og fékk þó nokkuð margar spurningar. Mig langaði til þess að svara þeim helstu hér 🖤

Mæli mikið með hirslunni Godmorgon frá Ikea. Hirslan hjálpar þér að hafa hlutina á réttum stað 👌🏽

Kuggis kassarnir frá Ikea eru hentugir fyrir svona skipulag.

 

Þegar kemur að því að geyma vörur í skápum finnst mér gott að fara eftir þessu: Ef ég nota vöruna mikið fer hún í grunna hirslu. Ef varan er notuð sjaldan fer hún í djúpa hirslu/box. Með því að geyma hlutina þannig kemstu léttara að.  Ég elska þetta skipulag og mæli mikið með því 👏🏼

Ég fæ reglulega spurningar útí þennan skáp og langaði mig að svara þeim hér 🖤

 

Hirslurnar undir kremin  – Søstrene Grene

Varalitabox – Søstrene Grene

Glæru stóru boxin – Byko

Krukka – Ikea

Hef þetta ekki lengra í dag. Mæli með að fylgja mér á mínum miðli ef þið hafið áhuga á skipulagi 🖤

✹✹ Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi ✹✹

 

 

 

Þér gæti einnig líkað við