Þegar ég var ólétt af mínu fyrsta barni þá fannst mér alveg ómissandi að eiga allt nýtt. Ég þurfti að eiga bókstaflega ALLT fyrir komandi fjölskyldumeðlim. Núna þegar ég er búin að eignast barn númer tvö er staðan svo allt önnur. Ég í raun dauð sé eftir því að hafa keypt svo mikið óþarfa með fyrsta barn. Núna þegar maður er orðin aðeins vitrari í þessu fer ég voða mikið eftir þessari reglu: er þetta nauðsyn eða þægindi?. Þessi regla er búin að spara mér nokkra þúsundkallana og mæli ég mikið með henni!
Markaðurinn er þannig í dag að það er hægt að selja manni allt, sérstaklega nýbökuðum foreldrum. Það er alltaf að koma eitthvað nýtt sem veitir manni meiri þægindi. Staldrið því við og spyrjið ykkur hvort það sé nauðsyn eða þægindi. Sem dæmi við keyptum Evolu matarstól fyrir okkar fyrsta barn (vissulega nauðsyn). Nú í dag er komið svona ungbarnasæti á þann stól. Ég viðurkenni að mig langaði mjög mikið að kaupa það. Það myndi vera mjög þægilegt að eiga svona og leyfa þeim að vera með í matartímanum. En þau nota þetta svo stutt og fannst mér þetta ekki vera nauðsyn þannig við enduðum á því að kaupa það ekki 😊
Keyptu minna og þvoðu oftar
Þegar kom að því að versla föt þá keypti ég alltof mikið. Við áttum ca 20 samfellur í öllum stærðum, langerma og stutterma sem er algjör bilun. Í dag eigum við ca sjö í hverri stærð sem er meira en nóg. Ég fer eftir því núna að eiga minna en þvo oftar sem ég mæli hiklaust með. Börnin vaxa svo hratt og því minni föt sem þú átt því betra.
Svona til að stytta þetta þá þurfið þið heldur ekki að kaupa allt. Kaupa allt það nýjasta og flottasta, það er í lagi að kaupa notað. Ef það er eitthvað sem okkur vantar af fötum í dag þá kíki ég alltaf í Barnaloppuna. Fötin sem fást þar er í svo góðu standi og sum alveg ónotuð og svo fáið þið þau á hálfvirði liggur við.
Hef þetta ekki lengra ❤️