Sjónvarpsveggur – inspo

Ég bý í leiguhúsnæði og er búin að búa hér í eitt ár. Ég hef leyfi til að gera það sem ég vil í íbúðinni, eins lengi og ég skila henni í upprunalegu formi þegar ég flyt út. Hingað til hef ég ekki gert neitt, en það er alltaf að blunda í mér að fara að byrja á einhverju. Ég er bara svo hrædd um að ef ég byrji, þá smitist ég af þessari home decore bakteríu og geti ekki hætt. Ég hef nefnilega alltaf átt heima í leiguíbúðum þar sem ég hef ekki mátt breyta neinu og því hef ég aldrei gert neina íbúð að minni, þannig séð.

Í stofunni hjá mér er lítill veggur þar sem ég er með hvítan háglans sjónvarpsskenk og sjónvarpið er ofan á honum. Það er ekkert meira á þessum vegg og ég held að þessi veggur væri kjörinn sem fyrsta verkefnið mitt í þessu dúlleríi. Ég myndi vilja mála vegginn í einhverjum hlýjum fallegum lit. Ég myndi vilja hengja upp bæði skenkinn og sjónvarpið. Ég reyndar veit ekkert hvort það fylgdu með festingar með hvorugum af þessum hlutum, svo ég veit ekki einu sinni hvar ég myndi byrja í þeim efnum! En svo myndi mig langa að raða einhverjum fallegum hlutum ofan á skenkinn, setja litlar hillur eða eitthvað annað fyrir ofan eða við hliðiná sjónvarpinu. Ég er oft að skoða á pinterest til að fá hugmyndir og láta mig dreyma. Ég finn á mér að þetta mun gerast einhverntíma á næstunni hjá mér. Ég ætla að deila með ykkur nokkrum sjónvarpsveggjum sem mér finnst fallegir.

 

 

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við