Síðasta vika

Síðasta helgi var svo yndisleg, það var margt að gera. Á fimmtudeginum fórum við öll í mat til mömmu og mannsins hennar. Við fórum alltaf vikulega við systkinin til þeirra en eftir að þau seldu íbúðina sína og fóru í bráðabirgða heimili á meðan við erum að byggja húsið hafa matarboðin fækkað, skiljanlega. Krakkarnir fengu allir búninga frá þeim og að sjálfsögðu skelltu þau sér í þá enda hrekkjavaka á næsta leiti. Hlakka til þegar við flytjum og getum haft fjölskyldumatarboð oftar.

Á föstudeginum fór ég í innflutnings-hrekkjavöku teiti hjá vinkonu minni. Ótrúlega gott og gaman að hitta vinkonurnar og spjalla. Á laugardeginum kíkti ég svo í opnun verslunarinnar Shay á Selfossi. En það eru ótrúlega flottar systur og fjölskylda þeirra sem standa að baki henni. Mæli með að kíkja á þau og versla eitthvað fallegt en búðin er ekkert smá flott hjá þeim.

Á sunnudeginum var svo hrekkjavaka og var eldri stelpan mín heldur betur spennt fyrir þessum degi. Ballið sem átti að vera í Hveragerði var því miður aflýst útaf Covid en við fórum og löbbuðum í þau hús sem að voru búin að skrá sig fyrir „grikk eða gott“. Systir mín og fjölskyldan hennar komu og við löbbuðum í hús með stelpurnar. Ótrúlega gaman hvað þetta verður stærra og stærra hérna á Íslandi. Gaman að sjá líka hvað margar fjölskyldur voru „all in“ með skreytingar og búninga.

Í þessari viku gerðist margt í húsinu en píparar komu í gær og gerðu sitt og gröfukallinn kemur á morgun og fyllir uppí. Næst á dagskrá er platan. Eins og er erum við ennþá á áætlun og ætti þetta að rétt sleppa.

xo
Guðrún Birna

Instagram–> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við