Hvað er “self love”?
Sjálfs ást er beinþýðing á orðunum “self love” sem eru mikið í umræðunni í dag. Það getur verið mjög misjafnt hvað fólk lítur á sem sjálfs ást, en ég túlka það einfaldlega sem: að hugsa vel um sjálfan sig. Þ.e. að gera hluti sem láta manni líða vel, hugsa vel um andlega- og líkamlega heilsu og dekra svolítið við sjálfan sig líka. Mig langar til að koma með nokkur atriði sem hægt er að gera til að hugsa extra vel um sjálfan sig. Það eru alltof margir sem gleyma sjálfum sér í amstri dagsins, og þá sérstaklega fólk með börn. En ef maður hugsar vel um sjálfan sig, þá er maður svo mikið betur í stakk búinn til þess að hugsa vel um aðra. Svo ég mæli eindregið með því að elska sjálfan sig soldið fyrst og svo alla hina.
10 hlutir sem hægt er að gera sem kosta ekki neitt:
- Fara í göngutúr með hljóðbók, podcast eða góðan playlista í eyrunum.
- Fara í göngutúr og skilja símann eftir heima, sem sagt ekki hlusta á neitt.
- Hugleiða. Til eru allskonar leiðbeiningar og öpp í síma fyrir byrjendur.
- Skrifa lista yfir allt sem þú ert þakklát/ur fyrir, vikulega eða jafnvel daglega.
- Skrifa niður allt sem þér finnst vera kostir við þig sjálfa. Lágmark 10 atriði!
- Fara í heitt freyðibað.
- Lesa bók og hafa símann hvergi nálægt.
- Fara með sængina uppí sófa og horfa á uppáhalds bíómyndina þína.
- Fara á æfingu eða gera æfingar heima.
- Fara í bíltúr ein með sjálfri þér og hlusta á hljóðbók/podcast.
10 hlutir sem hægt er að gera sem kosta:
- Setja á þig andlitsmaska, hármaska eða annað slíkt.
- Setja á þig brúnkukrem, lita og plokka augabrúnir eða annað sem þér líður vel með.
- Taka upp eitthvað áhugamál sem þig hefur lengi langað að prófa, hvort sem er að spila á hljóðfæri, æfa íþrótt eða hvað sem er.
- Fara í sund og liggja í pottinum og gufu eins lengi og þér langar.
- Fara í bíó í lúxussal.
- Fara á hárgreiðslustofu í klippingu og litun.
- Fara til tannlæknis.
- Fara í helgarferð á hótel eða í sumarbústað innanlands.
- Kaupa þér nuddpúða, nuddrúllu eða nuddbyssu til að hafa heima.
- Fara í nudd eða aðra líkamsmeðferð á stofu
Þetta eru kannski ekki allt merkilegir hlutir og sumt jafnvel hlutir sem fólk gerir reglulega án þess að velta því fyrir sér og finnst því sjálfsagt. Það er þá bara frábært mál, en ef ég tala bara fyrir sjálfa mig þá til dæmis á ég það til að fresta því að fara til tannlæknis í mörg ár eða bíð með að fara í nudd þangað til herðarnar mínar eru komnar upp að eyrum vegna vöðvabólgu. Svo ég held að það sé gott að líta á þennan lista kannski einu sinni í mánuði allavega og fylgjast með hvort það sé eitthvað sem maður getur gert til að hugsa betur um sjálfan sig.
Takk fyrir að lesa