Self care Sunday

Það hafa allir gott að því að eiga me-time endrum og eins. Þar sem maður hugsar extra vel um sjálfan sig og gerir hluti sem láta manni líða vel. Ég elska að nota sunnudagana til að dekra svolítið við mig, þá kemur maður líka svo ferskur inní nýja vinnuviku á mánudeginum. Mig langar að lista niður nokkur atriði sem ég flokka sem self care og hafa hjálpað mér mikið til að læra að slaka aðeins á og njóta þess að vera í núinu:

  • ekki stilla vekjaraklukkuna, leyfa sér að sofa út eins og líkaminn kýs. Jafnvel þegar maður vaknar að snúa sér á hina hliðina og sofna aðeins aftur.
  • útbúa sér morgunverð og borða í rúminu eða sófanum á meðan maður horfir á einn til tvo af uppáhaldsþáttunum sínum (hjá mér væri það til dæmis Friends).
  • fara út í göngutúr, fjallgöngu eða hlaup í að minnsta kosti þrjátíu mínútur. Það er ótrúlegt hvað útiveran og ferska loftið gerir manni gott.
  • fara í sund og liggja í heita pottinum, fara í gufubað, jafnvel synda smá.
  • skella sér í ísbúðina og fá sér bragðaref.
  • setja á sig andlits maska og lesa bók eða hlusta á hlaðvarp. HÉR er færsla um mín uppáhalds hlaðvörp fyrir hugmyndir.
  • fara út að borða hvort sem er með fjölskyldunni og/eða vinum. Jafnvel panta sér mat heim ef þannig liggur á manni.
  • horfa á bíómynd eða spila með fjölskyldu og/eða vinum. HÉR er færsla sem ég skrifaði um daginn með hugmyndum af nokkrum gömlum og góðum rómantískum kvikmyndum.
  • skera niður ávexti og bræða súkkulaði til að snarla á.

You can´t pour from an empty cup. Take care of yourself first

Þér gæti einnig líkað við