Save the date – brúðkaupskort og segull

Eins og einhverjir vita erum við Óli flutt til Barcelona og ætlum að gifta okkur þar í júní á næsta ári. Vegna þess að brúðkaupið er í öðru landi þá vildum við láta fjölskyldu og vini vita sem fyrst dagsetninguna og nákvæma staðsetningu upp á að geta pantað flug og gistingu.
Mig langaði að gera segul sem gæti farið upp á ísskáp. Ég google-aði heillengi og rakst svo á þessa segla. Mér fannst þeir passa vel við þemað í brúðkaupinu en það verður haldið í stórum fallegum gömlum garði með eldgömlu katalónsku húsi. Þemað verður í anda garðsins, rustic og rómantískt. Fer nánar út í það síðar. Hér er segullinn sem ég pantaði. Þeir koma svona til landsins, á litlu korti með borða og inni í umslagi.

Undir borðanum er lítið segul stykki þannig að segullinn helst á sínum stað þegar maður opnar kortið.

Ég pantaði þetta af Etsy.com. Ef þið skrifið „wood magnet save the date“ í leitarboxið þá kemur fullt upp. Ég pantaði frá fyrirtækinu Rustic Love and Wood. Ég sendi svo bara á þau hvað ég vildi láta standa á kortinu og seglinum. Neðst á kortinu stendur „nánar á“ og svo fyrir neðan er heimasíðan fyrir brúðkaupið okkar með öllum helstu upplýsingum.

Þetta var í um þrjár vikur að koma til landsins en þau voru að senda í fyrsta skipti hingað. Það var ekkert mál að fá íslenska stafi og samskiptin voru góð. Ég er mjög ánægð með þetta❤

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við