Sassy – Ný verslun opnar

Í gærkvöldi fórum við nokkrar úr Lady hópnum á for opnun nýrrar verslunar hjá SASSY. En eigandi Sassy, hún Aníta, bauð okkur að koma og fagna með sér. Boðið var upp á drykki og léttar veitingar og var stemningin mjög skemmtileg. 

Áður var Aníta með verslunina staðsetta heima hjá sér svo þetta er fyrsta eiginlega verslunin hennar og óskum við henni aftur innilega til hamingju með þennan áfanga. 

Sassy er verslun með aðhalds-, aðgerðar-, og stuðnings fatnað fyrir bæði konur og karla, sem og nær-, sund- og íþrótta fatnað fyrir konur. Það er sérstaklega mikið úrval af sundbolum og aðhaldsleggings í allskonar sniðum og litum. Verðin hjá henni eru mjög góð og kosta leggins buxurnar til að mynda einungis 9.990 kr.  

Mig langar að deila með ykkur nokkrum orðum af heimasíðu Sassy um hvernig það kom til að Aníta ákvað að opna þessa verslun:

Þarna byrjaði boltinn að rúlla hjá Anítu og í dag er hún komin með gott vöruúrval og er mjög dugleg að bæta við. 

Verslunin opnar í dag, miðvikudaginn 7.júlí, að Flatahrauni 5a í Hafnarfirði og er opið frá 11:30-21:00. Allir sem versla í dag fá 15% afslátt og einnig fá fyrstu þrjátíu 3.000 kr. inneign í versluninni. Ég hvet ykkur eindregið til að kíkja og gera góð kaup. 

Takk fyrir að lesa 

Þessi færsla er ekki unnin í samstarfi 

Þér gæti einnig líkað við