Samverustundir í haustinu

Núna þegar samkomutakmörk hafa verið hert aftur, fyrst hér á höfuðborgarsvæðinu og síðan núna á landinu öllu þá er gott að gera smá hugmyndalista yfir hluti sem hægt er að breyta út af vananum að gera saman með börnunum. Oftar en ekki þá snýst þessi tími um það að setjast niður með eitthvað ákveðna hugmynd og framkvæma með krökkunum sé samverustundin innandyra. Ég sjálf hef reynt að láta þennan tíma vera símalausan fyrir utan að ná nokkrum myndum í minningar bankann. Hvað skal gera er hægt að velja út frá því hvort tími sé til undirbúnings eða ekki. Það að setjast niður og lita eða perla krefst til dæmis ekki neins undirbúnings hjá okkur, því er hægt að koma því að eftir skóla og leikskóla en samt fyrir kvöldmatinn.

 

 

 

Ég lít á okkur sem útivistarfjölskyldu eins og ég hef áður nefnt. Við höfum komið okkur upp þeirri venju að fara öll saman í lengri útiveru um helgar. Hvað við gerum fer algjörlega eftir veðrinu. Í sól og blíðu eru gönguferðir niður í bæ með stoppi við tjörnina vinsælar. Í klassísku haustveðri eins og er oft þessa dagana, rok og rigning, þá erum við mikið að vinna með skógarferðir í Heiðmörkina. Heiðmörkin er frábær náttúruperla sem margir nýta sér til útivistar en mun fleiri ættu að nýta sér þar sem hún er svo nálægt höfuðborgarsvæðinu. Þar eru ýmsar skógarleiðir sem henta öllum aldri, leikvellir og nestislundir, svo allir ættu að geta fundið sér staðsetningu við hæfi. Við reynum að vera dugleg að taka með okkur nesti og útiföt á alla við hæfi.
Haustið er frábær árstíð. Allir litirnir í umhverfinu og mismunandi veður oft á dag. Þá skiptir mestu máli að eiga góða úlpu og góða skó til þess að geta notið sín í útiveru með börnunum.

 

 

 

Alls ekki mikla þetta fyrir ykkur þar sem þetta þarf ekki að vera flókið!
Oft nægir að breyta aðeins út af vananum til þess að þatta sé súper spennandi.

Þar til næst
-Sandra Birna

Þið finnið mig á instagram undir sandrabirna

 

Þér gæti einnig líkað við