Sahara – Quay x Desi

Ég er viss um að við Desi höfum verið vinkonur í fyrra lífi – elska hana. Ég hef áður fjallað um sólgleraugun sem hún hannaði í samstarfi við Quay Australia og gaf út sumarið 2016 hér en núna voru að koma nýjir litir af týpunni Sahara. Ég á sjálf núna(loksins) tvenn sólgleraugu af High Key Mini í litunum black fade og gold/gold – elska þau! Meira að segja kærasta mínum finnst þau svo flott að hann er búinn að „stela“ black fade gleraugunum en þau eru ekkert frekar fyrir konur en karla, fara honum ekkert smá vel.

Nýju litirnir af Sahara eru black/purple til pink fade, shiny gold/smoke til taupe fade og matte gold/taupe.

 

Gleraugun fást hér. Þegar ég pantaði mín gleraugu voru þau komin til landsins daginn eftir! Þau eru send frá Bretlandi. Gleraugun kosta um 6.500 krónur stykkið. Ég pantaði tvö þannig að ég borgaði um 4.000 krónur í gjöld. Ég er að safna sólgleraugum og er komin með ágætt safn. Kaupi mér mögulega þessi líka, finnst black/purple til pink fade tryllt!

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

 

Þér gæti einnig líkað við