Rútína og hugmyndir fyrir börn

Á þessum merkilegu tímum sem við förum nú í gegnum er að ýmsu að hyggja. Eitt af því er það sem við köllum svo gjarnan „rútínan“. Það er svo létt að missa hana frá sér, úff. Segið mér bara, þið sem lesið þetta, að þið kannist ekki við jólafríin úr skólunum hér „i den“. Sólarhringnum snúið á hvolf, vakað á nóttunni og sofið fram á dag og svo var maður eins og slytti fyrstu dagana eftir að skólinn byrjaði aftur. Vara bara „in the twilight zone“ bókstaflega með sjálfan sig. Þessar pælingar voru eitthvað að leita á mig núna, þegar leikskólinn hjá litla prinsinum á bænum er skertur. Það varð til þess að mér datt í hug að fjalla hér aðeins um mikilvægi þess að hlutir litla fólksins séu í ákveðnum skorðum og ætla því að fjalla um mikilvægi rútínu í lífi barna. Gera hluti með þeim, ekki bara planta þeim fyrir framan skjáinn og láta sjónvarpið um að ala þau upp.

Nú þegar skólastarfið er skert þurfum við foreldrar að halda vel á spöðunum og gera okkar allra besta fyrir börnin okkar svo þau fái þá menntun, örvun, rútinu sem hjálpar þeim að læra, þroskast og dafna. Ég gæti haldið endalaust áfram hvað leik og skólastarf er mikilvægt fyrir börnin okkar en ég held að við vitum það lang flest, þetta eru mikilvægustu árin í lífi barna og hvar þau mótast hvað mest.

Þetta eru erfiðir tímar og erum við öll að reyna okkar besta, standa saman sem ein heild – agaður her í báráttu við þessa hræðilega veiru. Halda okkur hvað mest heima, vinna heima, með börnin heima, minnka samgang, halda tannhjólunum gangandii á meðan allur heimurinn er á hvolfi. En það þýðir ekki að við leggjum árar í bát og vonum bara að allt þetta sé vondur draumur sem við vöknum bráðlega upp frá. Þetta kanski bara tíminn til að sýna úr hverju við erum gerð, bretta upp ermarnar og láta verkin tala, eða þannig. Uppáhalds frasinn minn þessa dagana er:,,When the going gets tough the tough get´s going”.

Þessi pistill átti nú ekki að vera einhver stríðsræða til að búa okkur undir orustu – ég geymi hana til betri tíma. Heldur ætlaði ég að fjalla um rútinu og hugmyndir varðandi hvað er hægt að gera með barninu heima og hafa gaman af.

Nú á ég einn lítinn tveggja ára pjakk – sem er sannkallaður orkubolti! Við fengum stundaskrána frá leikskólanum og námsáætlun. Við reynum að halda okkur við hana, enginn afsláttur gefinn.

Við vöknum alltaf á tilsettum tíma, byrjum alla daga eftir morgunmat á klukkutíma heimanámi, læra stafina, hljóð, telja, gerum bara allt það sem námsáætlun segir til um.

vo erum við reyndar mest í leik og örvun. Sem betur fer erum við frísk og einkennalaus, þannig að við förum fastan góðan göngutúr eftir matinn. Svo er það bara inn aftur, engar heimsóknir og enginn frekari flækingur á okkur lillemann. Þá þarf að semja sig að nýrri rútínu. Ekki er lengur hægt að heimsækja Húsdýragarðinn, ekki er hægt að fara í sund, né boltaland, né nokkuð af því þar sem fleiri koma saman. Það er því mikilvægt að vera sjálfum sér nógur heimafyrir.

Hér koma hugmyndir sem hægt er að gera með barninu heima og kallar ekki á miklar tilfæringar.

Trölladeig

Moon Sandur

Lita hrísgrjón

Þræða klósettrúlur á band – nóg til af þeim á flestum heimilum þessa dagana!

 

Setja pasta á rör

Blása sápukúlur

Þræða rör á milli

Perla og setja réttan hlut á réttan stað (útlínur)

Hef þetta ekki lengra í bili.

Bestu kveðjur,
Sæunn Tamar

Þér gæti einnig líkað við