Fyrir ári síðan unnum við hjónin gjafabréf í happdrætti á hótel Selfoss, sem innihélt morgunmat og aðgang að spa-inu.
Það var því alveg að fara renna út þegar ég mundi eftir því að við ættum það til og hringdi á föstudaginn og bókaði fyrir okkur herbergi daginn eftir.
Við fengum næturpössun fyrir Baltasar hjá systur minni og brunuðum svo suðureftir á laugardags eftirmiðdegi.
Þegar þangað var komið var tekið ótrúlega vel á móti okkur og fengum við svítuna með rosa flottu útsýni, konan í afgreiðslunni tók líka sérstaklega fram að við þyrftum ekkert að flýta okkur að skrá okkur út úr hótelinu daginn eftir þar sem þau væru ekki að fara nota herbergið.


Um kvöldið áttum við svo bókað borð á Tryggvaskálanum og fórum við þar í 5 rétta óvissuferð.
Og höfum við hjónin alltaf mjög gaman af þeirri upplifun þegar við förum á stefnumót.
Ég bað fólk á mínu snapchati (anitarung) og á minni persónulegu facebook síðu að mæla með stöðum á Selfossi og heillaði þessi staður okkur mest.
Þarna er komið inn á ótrúlega fallegan stað, augljóslega hús með sögu, allir veggir með eldri munum og gamaldags yfirbrag.
Virkilega huggulegur staður og yndislegt starfsfólk.
Allt gekk hratt og vel fyrir sig, þrátt fyrir að vera á háannartíma á laugardagskvöldi og voru þetta greinilega fagmenn inn í eldhúsi sem og inn í sal.





Í eftirrétt fengum við síðan volga hjónabandssælu.
Við fórum ótrúlega sátt og sæl út, meira að segja Daníel! Það gerist nú ekki oft að hann labbi út pakk saddur, það saddur að við nenntum ekki í bíó og fórum upp á hótel herbergi og rotuðumst.
En mikið svakalega var þetta æðisleg kvöldstund.
Einnig langar mig að benda á Valentínusar tilboðið sem er í gangi hjá þeim, en þið getið séð allt um það á facebook síðu þeirra Tryggvaskáli.
Daginn eftir fórum við í morgunmat, hlaðborðið þar var mjög fjölbreytt og skemmtilegt.
Áður en við héldum heim í hversdagsleikann, fórum við í spa-ið. Mikið svakalega kom það mér á óvart.
Ótrúlega huggulegt, og slakandi að fara þangað, fallegar og þægilegar lýsingar. Allt ótrúlega snyrtilegt og vel hugsað um.

Annars langar mig bara að mæla með fyrir öll pör að gera sér svona ferð.
Sérstaklega svona rétt áður en foreldra hlutverkin taka við.
Finnst það vera svo ótrúlega mikilvægt að rækta sambandið þegar það eru komin börn inn í myndina og venjulegir dagar eru hættir að snúast bara um mann sjálfan og makann.
Þegar það er komin fjölskylda breytist forgangsröðunin og sambandið á til að gleymast.
Við Daníel reynum eftir bestu getu að fara allavega einu sinni í mánuði á einhverskonar deit, það þarf ekki að vera mikið, bíó, leikhús, uppistand, út að borða bara við 2. Þar sem við fáum að vera bara kærustu par, ekki hjón með barn og annað á leiðinni, heldur þetta kærustu par sem lét okkur verða ástfangin af hvort öðru til að byrja með.
Vonandi kveikir þetta á einhverjum hugmyndum fyrir ykkur pörin þarna úti, tilvalið að skella sér á Selfoss, sérstaklega þar sem konudagurinn er handan við hornið.
Knús
Aníta Rún
Instagram: anitarg