Ræktaðu þína uppáhalds kryddjurt heima

 

Það er komið um ár síðan ég byrjaði að rækta mínar eigin kryddjurtir heima og er ég búin að spara heilan helling á því.

Það er ótrúlega mikill lúxus að geta alltaf fengið ferska kryddjurt heima hvenær sem er og ekki þurfa alltaf að kaupa útí búð.

Ég hef ræktað flestar tegundir basilíku og einnig myntu og allt hefur það heppnast vel hjá mér.

Þegar ég er að fara gróðursetja set ég steina í botninn fyrir ræturnar svo þær njóti sín. Set síðan mold en fylli ekki alveg pottinn. Ég sit fræin með ca 3 cm millibili. Að lokum sit ég þunnt lag af mold yfir, vökva vel og set gróðurhúsið yfir og hef það lokað í um tvo daga eða þangað til rakinn er orðinn mikill.

Ég passa mig alltaf að hafa moldina raka og úða reglulega með úðabrúsa. Mér finnst best að nota brúsann á meðan fræin eru að spíra og fyrstu laufin koma til að ofvökva ekki.

Gróðurhúsið flýtir ferlinu mikið því það heldur rakanum svo vel inni eftir því sem það er lokað og þarf ekki eins mikla vinnu og auðveldar uppskeruna.

Þið getið opnað og lokað húsinu fyrir ofan til að lofta um ef rakinn verður of mikill.

Eftir því sem koma fleiri og þéttari lauf þá tek ég gróðurhúsið af og byrja vökva venjulega. Hef það að venju að vökva mín blóm einu sinni í viku en það fer eftir sólardögum með basilíkuna því moldin verður fyrr þurr hjá henni og þarf að fylgjast extra með henni og úða öðru hvoru á laufin.

Basilíkan elskar að vera í hita og blómstar best í 20°. Hún vex hratt í birtu og þarf a.m.k birtu í 6 tíma á dag svo hún dafnar vel og njóti sín.

Gróðurhúsið fékk ég í Garðheimum og er hægt að velja um nokkrar stærðir.

Eitthvað sem allir ættu að prufa sem nota mikið af kryddjurtum heima og finnast gaman að rækta sjálfir 🙂

Þessi færsla er ekki kostuð né er hún auglýsing.

Þangað til næst 🙂

Þér gæti einnig líkað við