Ráð við lúsmý

Lúsmý er komið til að vera hér á landi. Þetta eru örsmáar flugur sem stinga og sjúga blóð. Fólk finnur oftast fyrir miklum verki og bólgu á því svæði sem bitið var. Mig langaði að deila með ykkur þeim ráðum sem hafa virkað fyrir okkur. Við höfum hingað til sloppið frekar vel og tel ég þessi ráð hafa hjálpað.

 • Búið til sprey úr ilmkjarnaolíu. Blandið 25-30 dropum af lavenderolíu í 50ml af vatni. Hægt að bæta við sítrónugrasi.
 • Spreyið á húð 2 sinnum á dag (ökklar, úlnliðir, háls og á fötin ykkar) Gerið þetta fyrripartinn og seinni
 • Spreyið á sængina fyrir háttatímann (ég hef notað til skiptist koddaspreyið frá Loccitane)
 • Setjið nokkra dropa af lavender/sítrónu í þvottavélina með þvottinum. Ég hef lengi gert þetta og er ekki frá því að þetta virkar sem fæla.
 • Hægt að kaupa þvottaefni með lavender lykt, til dæmis í Bónus
 • Kaupið ilmgjafa/flugnafælu
 • Sofið með lokaðan glugga
 • Fjárfestið í viftu inní herbergi

 

Ráð fyrir bit.

 • Lavender ilmkjarnaolía beint á bitið. Hreinsar og dregur úr kláða og sviða, það líka róar húðina
 • After bite penninn
 • Lóritín
 • Mildison
 • Vöðva og liða galdur frá Villimey. Græðandi krem sem vinnur á bólgum og verkjum, gott á bit!.
 • Farið ávallt til læknis

 

          

               

 

Vona þetta gagnist ykkur 🙂
Eigið góðan dag!
Instagram –> sunnaarnars

Þér gæti einnig líkað við