Quay bestsellers

Það er langt síðan ég setti inn Quay sólgleraugnafærslu. Síðasta sem ég setti inn var þessi HÉR þegar við vorum ný flutt til Barcelona. Ég á um sex sólgleraugu frá þeim en ég elska að geta keypt flott og vönduð gleraugu sem kosta ekki hálfan handlegg (þó ég eigi þannig líka….). Það er svo gaman að eiga gleraugu til skiptanna. Quay hanna oft gleraugu í samstarfi við þekkta einstaklinga. Chrissy Teigen og söngkonan Lizzo eru til dæmis með línu hjá þeim núna og hafa fleiri stór nöfn eins og Jennifer Lopez tekið þátt líka.

Ég ætla að deila með ykkur nokkrum sólgleraugum og gleraugum sem eru mest seld hjá þeim núna og eru í „bestseller“ dálknum. Allt eru þetta gleraugu sem ég væri til í að splæsa í.

 

NOOSA

SWEET DREAMS

FARRAH

ALL IN MINI

AFTER HOURS

HIGH KEY MINI – Á þessi reyndar í tveimur litum en væri til í bleika litinn líka.

RUMOURS

NIGHTFALL

HARDWIRE

HÉR er hægt að sjá öll bestseller gleraugun en flest þeirra koma í nokkrum litum þannig að það ætti að vera eitthvað fyrir alla.

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við