Pro Active – heima pop up

Um helgina er heima pop up í netverslun Pro Active og er 20% af öllum vörum með afsláttarkóðanum “HEIMA”. Afslátturinn er virkur til miðnættis sunnudagskvöldið 5.september. 

Ég nýtti mér afsláttinn sjálf áðan og keypti mér æfingabuxur. Þær sem ég valdi heita INSPIRE og er mig lengi búið að langa að prófa þessar. Þær eiga að vera extra mjúkar og háar í mittið með breiðum streng, akkúrat eins og ég vil hafa mínar æfingabuxur. Ég er mjög spennt að fá þær í hendurnar og prófa á æfingu. Að sjálfsögðu keypti ég mér buxurnar í svörtu, en ég klæðist nánast eingöngu svörtum fötum þegar ég er á æfingu, þannig líður mér bara einfaldlega best. 

En fyrir á ég þrjár vörur frá Pro Active sem ég fékk hjá þeim að gjöf. Ég er ótrúlega ánægð með allar vörurnar, enda myndi ég aldrei mæla með neinu sem ég nota ekki sjálf. Fyrst langar mig að nefna Monkey grips, en þetta eru grip sem maður notar á æfingu til að forðast það að rifna inn í lófunum eða renna til á stönginni. Mjög einfalt og þægilegt í notkun. Svo eru það skrúbbarnir hjá þeim sem eru líka algjör snilld. Ég á bæði skrúbb fyrir andlitið og fyrir líkamann og nota ég þá báða mjög mikið. 

Ég mæli klárlega með að kíkja á úrvalið hjá þeim og nýta ykkur þennan afslátt.

Takk fyrir að lesa 

 

Þér gæti einnig líkað við