Prjónaður galli á litlu krílin

Amma mín, langamma Ágústu Erlu er algjör prjónasnillingur. Ég hef áður sýnt ykkur heimferðarsettið hennar Ágústu sem hún gerði hér.
Hún hefur gert margt fallegt á hana en núna langar mig að sýna ykkur þennan fallega galla eða heilgalla eins og það er kallað í dag.

Þegar ég var að fara yfir myndirnar mínar til að finna myndir af gallanum tók ég eftir að ég á enga heilmynd af henni í honum. Þetta er eina myndin sem ég fann, ekki sú besta, en þið sjáið sirka hvernig gallinn er.

Ég vildi hafa gallann í hlutlausum lit og endaði hann á því að vera hvítur og grár. Við notuðum hann mjög mikið fyrstu mánuðina en Ágústa Erla fæddist í lok ágúst þannig að kuldinn var ekki langt undan. Hann var aðeins of stór á hana fyrst en við brettum bara aðeins uppá ermarnar. Hún gat notað hann heillengi en hann stækkaði vel með henni.

Garnið sem amma notaði heitir annaðhvort Lanett eða baby garn frá A4.

Uppskriftina má finna hér.

Við vorum mjög ánægð með gallann og ætlum klárlega að nota hann á næsta barn.

xo

Guðrún Birna

 

Þér gæti einnig líkað við