Coffee Table Books frá Printworks

Fékk svo skemmtilega afmælisgjöf um daginn sem mig langar að deila með ykkur.

Box sem eru útbúin eins og bók til að hafa á stofuborðinu sem dæmi. ,,Coffee table book‘‘

Þetta er frá sænsku hönnunarfyrirtæki, Printworks, sem hefur það að markmiði að gera hagnýta hversdagslega hluti fallega. Þau framleiða fylgihluti, bækur, myndaalbúm, skrifborðsvörur og fleira.

Ég fékk um daginn þetta myndaalbúm til að hafa á stofuborðinu. Það inniheldur 30 svört blöð sem er hægt að líma ljósmyndir á. Síðan er hægt að kaupa fleiri blöð til að bæta í.

Fyrir átti ég þetta box sem ég geymi sjónvarpsfjarstýringar í.

Sniðugar og eigulegar gjafir sem gaman er að hafa til sýnis á stofuborðinu eða upp í hillu.

Fæst meðal annars í MÓDERN og EPAL.

*Þessi færsla er hvorki kostuð né unnin í samstarfi. 

Instagram -> ingajons

Þér gæti einnig líkað við