Portobello Wellington

Ég ákvað að prufa að gera heimatilbúið grænmetis wellington fyrir jólin í ár. Það var mun auðveldara en ég bjóst við og mun bragðmeiri en það sem ég hef verið að kaupa tilbúið út í búð. Ekki mikla fyrir ykkur hversu mörg skref eru í þessari uppskrift, þetta er ósköp einfalt.

Uppskrift fyrir 4+

 Innihald:

  • 300 gr spínat
  • 2 stórir laukar
  • 4 stórir portobello sveppir
  • 2 msk dijon sinnep
  • Garðablóðberg / Timían
  • Smjörklípu
  • Smjördeig
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið laukinn og sveppina smátt og steikið á pönnu upp úr smjöri þangað til laukurinn er orðinn gullinbrúnn.
  2. Bætið síðan spínatinu við á pönnu.
  3. Kryddið með salti og pipari og bætið við fersku garðablóðbergi.
  4. Blandan er sett í ísskápinn í allavega klukkutíma, má þess vegna vera yfir nótt.
  5. Fletjið út smjördeigið.
  6. Takið helminginn af blöndunni og setjið ofan á degið, en passið að það er nóg pláss í kringum til þess að loka deiginu.
  7. Því næst er dijon sinnepið sett yfir.
  8. Hinn helmingurinn af blöndunni er síðan bætt við ofan á.
  9. Lokið smjördeiginu.
  10. Penslið með eggjarauðu ofan á.
  11. Skerið rendur í smjördeigið til að mynda mynstur (má að sjálfsögðu sleppa). Skreytið með fersku garðablóðbergi.
  12. Bakið við 180° í 25 mínútur.

 

Þér gæti einnig líkað við