Yngri stelpan mín hefur verið oft lasin undanfarna daga. Með þessum veikindum vill hún alls ekki borða. Ég hef verið að prufa mig áfram inn í eldhúsi og reynt að gera mat sem hún hefur lyst á. Eitt sem hún hefur alltaf lyst á er möndlu pönnsurnar mínar sem ég geri fyrir hana. Hún hreinlega elskar þær og er mjög einfalt að gera þær.
Uppskrift:
2 ½ dl möndluhveiti.
1 dl jarðarberja ab mjólk.
1 tsk stevia (má sleppa).
1 tsk lyftiduft.
1 egg.
Örlitla mjólk.
Ég er ennþá að reyna mastera þessa uppskrift. Ef degið er leiðinlegt þá hef ég bætt við 1 msk af hveiti við. Það má sleppa stevia því það er næg sæta í ab mjólkinni. Ég myndi fara mjög gætilega þegar þið ætlið að snúa pönnsunum. Þær eru mjög lausar í sér hráar. Þegar þær eru tilbúnar toppið þær með sultu, smjöri og jafnvel osti.

Verði ykkur að góðu 🖤