PomPom London veski

Vinkona mín opnaði á síðasta ári æðislega vefverslun sem heitir Rigel. Það er alveg búið að vera yndislegt að sjá hana í því ferli og sjá loks fyrirtækið blómstra 😍. Rigel er með mikið úrval af vönduðum leður veskjum, töskum og fylgihlutum. Það er ekki að vanta úrvalið hjá henni af flottum veskjum👏🏼. Margar týpur af veskjunum er hægt að fá í vegan leðri og því eitthvað fyrir alla 😍. Einnig er hún með æðislega fylgihluti eins og húfur, trefla og vettlinga allt úr kasmír og er þær vörur einstaklega mjúkar og fallegar 😍.

Ég var svo lánsöm að fá gullfallegt veski frá henni í gjöf frá merkinu PomPom London. Það er í miklu uppáhaldi hjá mér og hef ég ekki tekið það af mér. Veskið er úr leðri og er einstaklega fallegt og vandað. Veskinu fylgja tvær ólar, önnur er úr taui en hin leðri í stíl við veskið. Það er hægt að fá veskið í nokkrum litum og fylgja tvær ólar með. Síðan eru til margs konar týpur af fínum tauólum til að kaupa aukalega 🖤

 

Ég hvet ykkur eindregið með því að kíkja inná vefverslunina sem er HÉR. Þeir sem skrá sig á póstlistann hjá þeim fá 10% afslátt af fyrstu pöntun. Svo er ókeypis sendingarkostnaður / póstbox. Til að fylgjast með nýjum vörum og sendingum er alltaf hægt að finna þau inná facebook eða insta 🥰

Hef þetta ekki lengra í dag 🖤

** Þessi færsla er unnin í samstarfi við Rigel**

 

 

 

 

 

 

Þér gæti einnig líkað við