Piccata kjúklingur

Einfaldur og ótrúlega góður kjúklingaréttur. Tekur um 20 mínútur að undirbúa. Sítrusí, meyr og góður!

Hráefni:

4 kjúklingabringur
1/2 bolli hveiti
1/4 teskeið salt
Klípa svartur pipar
3 matskeiðar rifinn parmesan ostur
4 matskeiðar ólífu olía
4 matskeiðar smjör
1/2 bolli kjúklingasoð eða hvítvín (ég notaði hvítvín)
2 matskeiðar sítrónusafi
1/4 bolli capers
2 matskeiðar fersk skorin steinselja

 

Aðferð:

1. Skerið í þykka hlutann á bringunni svo úr verði jafn þunn sneið.
2. Blandið saman hveitinu, saltinu, piparnum og parmesan ostinum. Veltið kjúklingnum vel upp úr.
3. Hitið á pönnu olíu og 2 matskeiðar af smjöri à meðalháum hita. Steikið kjúklinginn í um 3 mínútur á hvorri hlið. Passið af ofhlaða ekki pönnuna svo hitinn detti ekki niður.
4. Látið kjúklinginn á plötu inn í 150 gráðu heitan ofn á meðan þið gerið sósuna (20 min eða þar til steikt í gegn).
5. Blandið saman á pönnu kjúklingasoðinu/hvítvíninu, sítrónusafanum og capers. Notið sleikju til að skrapa skánina sem myndast á pönnunni. Sjóðið soðið niður um helming og bætið þá 2 matskeiðum af smjöri útí.
6. Berið fram með því meðlæti sem þið viljið. Ég notaði spaghetti. Dreifið svo steinselju yfir.

Mæli með!

xo
Guðrún Birna

Instagram–> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við