Persónulegar jólagjafir

Frá því að eldri stelpan mín fæddist höfum við gefið ömmum og öfum persónuleg dagatöl í jólagjöf með myndum af barnabörnunum. Ég hef keypt frá ýmsum fyrirtækjum en undanfarin ár hef ég verið að panta frá Photobox og nýtt mér afsláttardagana. Verðið hjá þeim er mjög sanngjarnt en með afslætti, sem er oftast 40-50%, þá munar helling.

Það er gott að vera tímanlega þegar maður er að panta að utan en álagið er mikið í desember á póstþjónustum. Ég reyni alltaf að klára þetta í nóvember. Um helgina var 50% afsláttur hjá Photobox af öllu og er síðasti dagurinn í dag! En ég er viss um að þau taki líka þátt í Black Friday sem er í næstu viku, 26.nóvember.

Þau eru með allt frá prentuðum ljósmyndum, púsluspilum, kaffikönnum, jólakúlum, símahulstrum, spilum og margt fleira sem þú getur prentað hvaða mynd sem er á. Mæli með fyrir ömmur og afa í jólagjöf.

xo

Guðrún Birna
Instagram–> gudrunbirnagisla

*Færslan er ekki samstarf – bara ánægður kúnni*

Þér gæti einnig líkað við