Þessi færsla er ekki kostuð
Keypti mér bók frá Personal Planner
Ég get verið svo hrikalega gleymin og algjört fiðrildi. Um daginn t.d. þá keypti ég miða á uppistand og skráði mig í kynningartíma hjá Dale Carnegie. Komst að því seinna meir að þetta tvennt er á nákvæmlega sama tíma. Hefði verið gott að vera með bókina á mér þá.
En mér finnst voða gott að hafa bók undir þetta allt saman. Sérstaklega þegar maður þarf að halda utan um vinnuna, skóla, bloggið, líkamsrækt og félagslífið. Þó svo að ég gleymi alltof oft að skrifa í svona dagbók og hafa bókina með mér, þá er ég nú að skána varðandi þetta.
Kápan á bókinni, mín er alveg eins á bakhliðinni en hægt er að velja aðra mynd þar.
Það sem mér finnst þægilegast við þessa bók er að þú getur hannað hana nánast eftir þínu eigin höfði. Þú velur sjálf/ur myndina á kápunni, það eru myndir inn á síðunni sem þú getur valið úr eða þú getur látið setja þína eigin mynd.
<— Til vinstri er vikan. Til hægri er mánuðurinn—>
Vikuna getur þú sett upp á alla vegu. Lóðrétt, lárétt, vikan á einni síðu, auð síða á hinni.
Með línustrikum eða án. Á allskonar tungumálum, meðal annars íslensku.
Og svo er hægt að bæta allskonar einingum við eins og sést hér að ofan.
Líkamsrækt – Vinna – Veður.
Kvöldmatur vikunnar
Próf
Verkefnalisti
Hugmyndir
og margt, margt fleira.
<— Ársyfirlit. Síður til að lita í —>
Ég prufaði að senda þeim hjá Personal Planner póst og fékk hjá þeim afsláttarkóða til að deila með ykkur.
Ég vil samt taka það fram að ég græði ekkert á því og ég borgaði fullt verð fyrir mína dagbók.
En afsláttarkóðinn INGA2019 gefur ykkur 10% afslátt og gildir til 31.október 2019
Inga ♡