Pasta í vegan sósu á 15 mínútum

Ég hef verið grænmetisæta í nokkur ár (eða pescetarian víst, þar sem ég borða sjávarrétti). Hef prufað vegan matarræði en ég klikka alltaf á ostinum, minn helsti veikleiki! En ég vil samt færast nær því að vera vegan eða borða plöntufæði. Ég vil helst ekki notast við soja vörur, gervi-ost og gervi-kjöt. Svo ég reyndi um daginn að gera vegan osta pastasósu sem varð svo ekkert voðalega lík ostasósa eins og ég ætlaði mér. En hins vegar góð sósa sem mig langaði að deila með ykkur. 
Þegar ég skoða uppskriftir og sé langan lista af innihaldsefnum þá á ég það til að forðast það. Mest megnis af innihaldsefnunum mun ég kannski ekki nota aftur og mun því eyðileggjast. Þegar ég er að prufa mig áfram þá finnst mér gaman að taka saman það sem er til nú þegar heima, nýta það og búa til eitthvað gott úr því. Og helst eitthvað sem tekur ekki alltof langan tíma. 

Fá innihaldsefni & stuttur eldunartími.

Það sem þið þurfið er: 
1/2 laukur
2-3 hvítlauksgeirar
Askja af kirsuberjatómötum
Handfylli af kasjúhnetum

Ég prufaði þetta í fyrsta skiptið í Insta Story á Lady Instagramminu, sem þið getið séð í highlights HÉR.
Þar sjáið þið allt skref-fyrir-skref. Ég sleppti grænmetinu þá, þar sem ég vissi ekkert hvort þetta myndi heppnast. En eftir að hafa bætt grænmeti saman við þá hefði ég betur átt að tvöfalda sósuna. Annars varð þetta frekar eins og dressing.

1.Steikið laukinn, óþarfi að saxa hann niður.
2.Bætið hvítlauknum við.
3.Kirsuberjatómötunum er síðan bætt í og steikt allt saman.

Takið allt úr pottinum og setjið í blandara ásamt kasjúhnetunum og örlitlu vatni.

1.Sósan úr blandaranum sett aftur í pottinn.
2.Pastanu bætt út í ásamt elduðu grænmeti. Ég notaði þarna papriku, blómkál og brokkolí sem ég ofnbakaði. 
3.Basiliku bætt út í.

Inga

Þér gæti einnig líkað við