Ég og maðurinn minn tókum okkur frí mánudag, þriðjudag og miðvikudag fyrir páska, þannig að við vorum í fríi í 10 daga. Langþráð frí og náðum við að gera slatta í húsinu, hvíla okkur og gera allskonar skemmtilegt með stelpunum okkar. Við fórum í nokkur matarboð, vorum með mat hjá okkur, fórum í sund, bíó, ég fór með eldri stelpunni minni á skauta í Egilshöll og allskonar kósýheit.
Í húsinu náðum við að krossa nokkra hluti af listanum. Við fengum menn til okkar til að kjarnabora í gegnum bílskúrsgólfið og út en það klikkaði eitthvað hjá pípurunum og það gleymdist að gera ráð fyrir nokkrum rörum. Það þurfti að gera fimm göt, tvö fyrir snjóbræðsluna og þrjú fyrir heita pottinn ss. vatn og rafmagn. Innkeyrslan okkar er búin að vera í ruglinu útaf þessu en núna er hægt að moka í holurnar og slétta allt út. Gröfukallinn kemur í næstu viku og græjar það fyrir okkur, þá verður loksins hægt að leggja í innkeyrslunni okkar. Það gengur vel að flísa forstofuna en það var smá bras að byrja, fá réttar græjur og svona. Óli klárar það á næstu dögum og í framhaldi af því flísar hann gesta baðherbergið. Við náðum að fara nokkrar ferðir á Sorpu sem var alveg nauðsynlegt og er því hægt að labba um og vinna í bílskúrnum núna. En hann var gjörsamlega smekkfullur af dóti og drasli.
Vona að þið hafið átt gott páskafrí!
Nokkrar random myndir úr fríinu:
Ef þið viljið fylgjast nánar með framkvæmdum og lífinu almennt er Instagram-ið mitt -> gudrunbirnagisla
xo