Páskaföndur – hugmyndir

Pappa páskakrans

Það sem þú þarft :

 • Morgunkornskassi eða pappadiskur
 • Límstifti
 • Fallegan borða
 • Skæri
 • Lituð blöð/karton

Aðferð :

 • Klippið út hring í þeirri stærð sem þið viljið hafa kransinn og klippið svo minni hring inní.
 • Klippið út lítil egg á lituðu kartonin
 • Límið eggin á kransinn
 • Gerið gat ofarlega í kransinn
 • Festið borða í gegnum gatið og hengið upp !

Páskaegg úr trölladeigi

Það sem þú þarft :

 • 1/2 bolli kartöflumjöl
 • 1 bolli matarsódi
 • 3/4 bolli vatn
 • Blandað saman í potti við vægan hita þar til blandan hitnar.
 • Málningu
 • Rör
 • Fallegan borða
 • Greinar

Aðferð :
Byrjið á því að gera trölladeigið

Fletjið það þunnt út og skerið út lítil egg eða notið skapalón til að skera út lítil egg. Notið rör til að gata efst í eggin. Best er að baka ekki þetta trölladeig heldur leyfa því að þorna yfir nótt, málið svo eggin eins og ykkur finnst fallegt og setjið borða í gegnum götin.

Skemmtilegur partur af þessu föndri væri að fara út með börnunum og finna fallegar greinar og hengja svo eggin á greinarnar ! Svo getur þú alltaf geymt eggin og notað sem páskaskreytingu í gegnum árin.

Kartöflu páska stimplar

Það sem þú þarft :

 • Sæta kartöflu eða bökunar kartöflu
 • Málningu & pensla
 • Blöð

Aðferð :
Skerið kartöfluna í tvennt og skerið línur eða munstur í hana. Setjið allskonar málningu á kartöfluna og stimplið á blöðin !

Sokkakanínur sem þarf ekki að sauma 

Það sem þú þarft :

Ósamstæðan sokk

Gúmmíteygjur eða tvinna/band

Tússpenna

Fallegan borða

Hrísgrjón

Aðferð :

Setjið sokkinn ofaní glas svo það sé auðveldara að setja hrísgrjónin ofaní. Hellið svo um 1 bolla af grjónum í sokkinn og festið gúmmíteygju utanum en ekki of þröngt. Skiptið svo hrísgrjónunum í sokknum í tvær kúlur og setjið aðra gúmmíteygju á milli. Klippið svo auka efnið á efstu kúlunni í tvennt til að búa til eyru. Teiknið sætt andlit á kanínuna og setjið borða um hálsinn. Þá er kanínan tilbúin og það er auðvitað hægt að geyma hana og nýta sem páskaskraut næstu árin !

Hér er líka myndband með góðum leiðbeiningum.

Takk fyrir að lesa, þangað til næst xx
This error message is only visible to WordPress admins
Error: No posts found.

 

Þér gæti einnig líkað við