Pantað í gegnum Zara appið – mín reynsla

Júlía Hulda er að stækka svo hratt að það var kominn tími til að kaupa föt í næstu stærð fyrir ofan. Hún passar í einhver föt í 68 en mörg farin að verða of lítil. Ég ákvað að prófa panta föt í gegnum Zara appið. Ég elska að fara versla en eins og staðan er í dag þá finnst mér mikið þægilegra og skemmtilegra að gera það bara heima í stofu.

Það er mikið meira úrval í appinu heldur en í versluninni hérna heima. Fötin eru svo send að utan til Zara á Íslandi sem að senda svo fötin beint heim til manns. Það er líka hægt að sækja pöntunina í verslunina og er það fljótlegra en þar sem að það lá ekki mikið á að fá fötin þá valdi ég að fá sent heim. Maður þarf ekki að borga toll af fötunum sem er mikill kostur og það er frí heimsending ef þú pantar yfir 9.995 kr.

Ég hef alltaf verið hrifin af Zara og eru barnafötin einstaklega falleg og vönduð. Litirnir á fötunum heilla mig mikið en það er mikið um jarðliti og milda tóna hjá þeim núna.

Ég keypti í leiðinni tvær leggings og hettupeysu á Ágústu Erlu.
Ég pantaði 9. febrúar og var búið að senda 11. febrúar til Íslands. Pakkinn var kominn heim að dyrum 17. febrúar.
Út frá minni reynslu mæli ég mikið með að panta í gegnum Zara appið.

xo

 

 

 

 

 

Instagram–> gudrunbirnagisla


*Færslan er ekki kostuð og ekki unnin í samstarfi – bara ég að deila minni reynslu*

Þér gæti einnig líkað við